Ég er í Prag, geturu ímyndað þér?! Ég er hér í miðri Bohemíu og er að elska þessa borg.
Ég helt alltaf að fyrst að ég hataði London og elskaði Reykjavík að þá væri það einfaldlega þannig að ég gæti aldrei fílað aðra borg.
en nei.. ég er Bóhemi og er að fílaða.
Það er kalt eins og heima, það er töluvert hreinna loft en í London, vatnið er drykkjarhæft og útum allt er merki um fegurð og sögu. London hefur orðið nýja new york og reykjavík hefur alltaf verið að skríða eftir ameríska draumnum þar til núna.
Þeir sem þekkja mig vel vita að ég er alltaf stressaður og með áhyggjur af gersamlega öllu. Ég held og vona að ég sé farin að chilla soldið, ég held að ég sé farin að taka í sundur ábyrgðartilfininguna fyrir veröldinni stykki fyrir stykki en það sem ég óttast (þarna kemur þetta orð aftur, sástu það?) er að með því verði ég tík. Ég vil ekki vera tík.... þannig að ég verð það öruglega ekki en þúst... það sem maður forðast á það til að koma upp að manni að óvörum.
Enska hefur orðið mitt fyrsta tungumál núna, ég tjái mig betur á því máli og finst ég hafa helvíti betri tök á henni heldur en íslenskunni, ástæðan fyrir þessu held ég að sé það að mín kynslóð og eflaust sú næsta á undan og á eftir séu soldið týndar. Þegar við ölumst upp þá erum við marineruð í ensku, enskuslettum, cúltúrflði og INTERNETINU! Við fengum mjög takmarkaða "kennslu" um þann ríka kúltúr og fegurð sem fylgir íslensku tungunni. Hér er ég ekki að tala um kennslu af kennurum af því að það er eðli nemenda og kennara að nemendur mómæli kennslunni og reyni ítrekað að fara í gagnstæða átt við hvert kennarinn reyni að fylgja manni. Ég er að tala um kennslu af öllum sem er í kringum mann, fjölskyldu og samfélagi, þetta er Ameríkuástin sem íslendingar (sem þjóðfélag, soldið generalisation en þú skilur) hafa, við erum eins og táningur, við neitum að horfast í augu við það sem við erum og höfum, allt það góða og fallega við æskuna okkar og orkuna. Við þráum að verða stór og takast á við heiminn, það er ekki fyrr en við fullorðnumst sem við getum séð styrkinn í okkar þjóðfélagi. Vonandi er þessi massívi vaxtaverkur sem við erum að upplifa núna að benda okkur á eitthvað, að við erum ekki stór eins og Pabbi og Mamma, við erum ung og orkumikil en við erum eitthvað allt annað og við höfum aðra eiginleika. Ef við gtum fundið stoltið aftur af því að vera íslendingar og stoltið af því að vera lítil, þá kanski gætum við staðið sterk og falleg. Vonandi munu börn dagsins í dag tala góða íslensku og hugsa til okkar "eldri" kynslóðarinnar með vott af "oooH! Pabbi! þetta "BÖGGAR" þig ekki heldur fer þetta í taugarnar á þér eða angrar þig! Jeminn!"
Ég fer stundum í svona fílíng, að vilja tala við einhvern um allt en það er eitthvað svo klént að tala um þá hluti við fólk því að það mun segja eitthvað ótrúlega rökrétt og maður bara "DOJ!" og líður eins og kjána. Ég fíla soldið það að maður getur postað allskonar svona og getur verið frekar viss um það að einhver lesi en maður þarf ekki að heyra kjánaskapinn sinn opinberaðan, nema að einhver leggi það á sig að commenta... sem fæstir nenna hvort sem er ;) hehe það er fegurðin við þetta!
Þetta hefur verið mest boring post á ævi minni, átti að vera rosa revelation, endaði sem bullcrap.
3 comments:
ég elska íslensku. ég elska hvað við berum mikla virðingu fyrir því, finnum íslensk orð yfir hluti og hugtök. einn kennarinn minn í Borups sagði að ég væri heilaþvegin því ég vildi ekki nota enskuslettu í texta sem ég var að skrifa og vantaði danska orðið yfir það. Mér finnst það hins vegar vera virðing fyrir tungumálinu, sem það á skilið.
Ég skil ekki hvernig Danir geta verið svona kærulausir gagnvart dönsku. Ensk orð eru ótrúlega algeng og þegar ég hef spurt um málfræðiatriði eins og afhverju beygist þessi sögn svona veit það enginn.
Ef ég vinn við það í framtíðinni að skrifa texta sem koma út opinberlega mun ég miklu frekar vilja skrifa á íslensku. Þvi það er fallegt tungumál og hægt að nota það á svo skemmtilegan hátt.
vá þetta var langt. Vona að þú hafir það gott í Prag. Öfunda þig smá. ekki gleyma að njóta lífsins.
Heyrðu ég var að digga þetta hjá þér mar...ónei, bara glens og grín því...
...það sem ég átti reyndar við var að mér þótti mikið spunnið í færsluna þína.
Bóhemi... KODDÍSLEIK
Post a Comment